Uppfærsla...

Nú í kvöld uppfærðum við hjá Xodus gagnagrunnsþjóna okkar, og tók það smá meiri tíma en við gerðum ráð fyrir og duttu vefir sem vistaðir eru hjá okkur niður í nokkurn tíma og biðjumst við velvirðingar á því.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær, að þessi uppfærsla mun auka hraða og öryggi vefsvæða sem vistuð eru hjá okkur til mikilla muna og vonumst við til að viðskiptavinir muni finna muninn.
Með kveðju frá Xodus...