
Xodus ehf, sem á og rekur ferðamannavefinn
www.discovericeland.is hefur nú undanfarið unnið að gríðarlegum uppfærslum á vefnum með það að leiðarljósi að auka vægi vefsvæðisins á leitarvélum.
Discovericeland.is er sífellt að eflast, heimsóknir að aukast og er í mjög mörgum tilfellum efsta leitarniðurstaða þegar leitað er eftir þjónustuaðilum í ferðaiðnaðnum á Íslandi.
Xodus ehf. stofnaði Facebook síðu fyrir Discover Iceland til að auka enn á heimsóknafjölda á vefinn og verður að segjast að móttökurnar hafa verið framar vonum.