Um DiscoverIceland.is

Discovericeland.is er vefur stílaður inn á erlenda ferðamenn sem eru að leita sér að vöru og þjónustu á Íslandi.

Þjónustuaðilar á Íslandi í ferðaiðnaði skrá sig á Discovericeland.is og fá þá þjónustusíðu með öllum helstu upplýsingum um sitt fyrirtæki ásamt merki og myndum.

Discovericeland.is vefurinn er að fá að meðaltali um 75.000 heimsóknir á mánuði, um 360.000 flettingar og þess má geta að um 80% af heimsóknunum eru að koma beint af leitarvélum og 86% notenda eru erlendir notendur.

Discovericeland.is er elsti ferðamannavefurinn á Íslandi og hefur sannað gildi sitt árum saman, ekki er óalgengt að góð þjónustusíða sé að fá yfir 5.000 heimsóknir á ári.

Xodus.is á og rekur Discovericeland.is, og heldur einnig úti Facebooksíðu fyrir vefinn ásamt því að keyra reglulega auglýsingar á t.d. Google til að auka umferð á vefinn og hefur það gefist mjög vel.

Við viljum bjóða þér og fyrirtæki þínu þjónustusíðu á aðeins kr. 10.000,- með vsk. Per ár.  
Innifalið eru ótakmarkaðar uppfærslur á síðunni á ári, þ.e. breytingar á textum, upplýsingum eða myndum án aukakostnaðar.

Umsögn notanda Discovericeland.is
„We planned our whole 4 week trip to Iceland using Discover Iceland, hotels, car rental and all the sites we visited“
Astrid, Germany