Merkjahönnun

Merki fyrirtækja og vöru skiptir gríðarlegu máli þar sem merkið er andlit fyrirtækisins.
 
Við hjá Xodus ehf höfum hannað fjöldamörg fyrirtækja og vörumerki í gegnum árin með ágætis árangri.
 
Við höfum að leiðarljósi við hönnun merkja að notast við hreina og fallega liti, stílhreint yfirbragð og ekki skemmir fyrir ef merkið lýsi starfsemi fyrirtækisins á ljósan eða óljósan hátt.
 
Litmörg merki (logo) hafa kosti og galla, helstu gallar litríkra merkja er mikill kostnaður við prentun merkisins þar sem marglita prentun er ávallt dýrari en prentun með fáum litum.  Einnig verður að hafa í huga að hægt sé að ljósrita merkið og í sumum tilfellum (fer reyndar fækkandi) að senda merkið með faxi án þess að úr verði svört klessa.
 
Hönnun fyrirtækja og vörumerkja er oft á tíðum mjög dýrt ferli hjá auglýsingastofum, en við hjá Xodus ehf höfum sett okkur ferli sem gerir það að verkum að kostnaður fyrir viðskiptavini okkar er aðeins brot af því sem er hjá öðrum auglýsingastofum.
 
Hafðu samband í síma 698-6604 eða sendu okkur póst á info(hjá)xodus.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
 
Hér að neðan má sjá lítið brot af þeim merkjum sem Xodus ehf hefur hannað.