PCI vottun

PCI vottun stendur fyrir "The Payment Card Industry Data Security Standard (PCI DSS)".
Greiðslukortafyrirtækin tóku höndum saman um að útbúa öryggisstaðla sem fyrirtæki þurfa að vinna eftir og uppfylla til að hafa leyfi til að meðhöndla kortaupplýsingar, s.s. nöfn korthafa, kortanúmer osfrv. og er útkoman úr þeirri vinnu PCI staðlarnir.

Það sem er gert þegar fyrirtæki eru skönnuð samkvæmt PCI stöðlunum er að fyrirtækin eru látin ganga í gegnum víðtæk öryggispróf, á húsnæði fyrirtækisins, þjónum, nettengingum, beinum, starfsmönnum og síðast en ekki síst á hugbúnaði þeim sem notaður er við öflun kortaupplýsinga, einnig eru ítarleg
Ekkert fyrirtæki telst PCI vottað nema uppfylla ALLAR kröfur PCI staðlanna, sem Xodus ehf hefur gert.
Öryggismál Xodus ehf eru könnuð af óháðum erlendum aðila sem hefur verið samþykktur af kortafyrirtækjunum, þessi könnun er framkvæmd í upphafi vottunarferlis og síðan eru öryggismál Xodus ehf könnuð með reglulegu millibili í framtíðinni.

PCI vottunin þýðir í raun að bæði VISA og Mastercard staðfesta að Xodus ehf hafi leyfi til að meðhöndla kortaupplýsingar á ábyrgan hátt.
Það er okkur hjá Xodus ehf mikið kappsmál að öryggismál okkar séu í lagi, sér í lagi þar sem mikil aukning er í viðskiptum á netinu og er Xodus ehf að verða leiðandi á Íslandi í netverslunum. 
Það að vefverslunarkerfi Xodus ehf, og allur hugbúnaður sem Xodus ehf er að nota í dag sé PCI vottað er gríðarleg viðurkenning fyrir Xodus ehf og er okkur því sönn ánægja að geta sagt við viðskiptavini okkar, sem og alla notendur vefverslunarkerfis Xodus ehf að þeir séu að nota eitt öruggasta vefverslunarkerfi sem er í boði á Íslandi í dag.
 
Xodus ehf hefur verið PCI vottað fyrirtæki síðan 24 apríl 2007.